Dagana 18. – 20. febrúar verður staddur hjá okkur Björn Masi Schonherr frá Egger Scandinavia. Björn er tengiliður Egger á Norðurlöndum fyrir arkitekta og hönnuði. Við komum með Björn Masi í heimsókn til þeirra sem þess óska, en jafnframt verða nokkrir fyrirlestrar í húskynnum Innvals að Smiðjuvegi 5 þann 20. febrúar. Nauðsynlegt er að skrá sig, en fyrirlestrarnir verða kl. 10:00, 14:00 og 16:00 fimmtudaginn 20. febrúar. Björn Masi fjallar um framleiðslu Egger, vöruúrvalið og notkunarmöguleika ásamt því að fjalla um umhverfisvottanir efnanna, en nánast öll framleiðsla Egger á innréttingaefni er hæf til notkunar í Svansvottaðar byggingar (og BREEAM, LEED o.fl.).