Innval hefur tekið að sér sölu og dreifingu á harðplasti og compact efnum frá austurríska fyrirtæki Fundermax. Fundermax sérhæfir sig í framleiðslu á HPL harðplasti og harðplötum (compact) í þykktum frá 2 og upp í 20 mm. Nú þegar er fyrirliggjandi af lager borðplötuefni í 12 mm þykkt í stærðinni 1.310 x 4.100 í eftirfarandi litum/áferð: 0080 svart með kámfríu möttu yfirborði (AP), 0080 svart með hrufóttu yfirborði (IP), 0835 Thasos marmaralíki með fínperluðu yfirborði og 2206 Fango grábeige með kámfríu möttu yfirborði (AP). Fundermax býður mikið úrval í litum, áferðum, plötustærðum og þykktum með stuttum afgreiðslutíma á samkeppnishæfum verðum. Sendum yfirlitbækling og sýnishorn frá Fundermax ef óskað er.