Innval hefur samið við nýjan birgja í höldum og gripum, Viefe frá Spáni. Viefe er ungt fyrirtæki sem setur góða hönnun og efnisgæði í öndvegi. Og ekki sakar að verðin eru mjög samkeppnishæf. Þegar hafa verið valdar 10 gerðir til að taka inn á lager. En gott væri einnig að heyra frá viðskiptavinum Innvals hvaða gerðir frá Viefe þeim líst best á. Vörulista Viefe má sjá hér.

Fyrir lítinn markað eins og Ísland getur verið erfitt að halda mikinn lager í úrvali og magni. En Viefe býður skjóta afgreiðslu af lager í öllum þeim stærðum, litum og áferðum sem gefur að líta í vörulista þeirra.