Nú er kominn út nýi bæklingurinn yfir grip, höldur, hnúða og snaga frá Viefe. Hér má skoða bæklinginn á pdf skjali. Töluvert er um nýjungar í bæklingnum ásamt því að margar eldri gerðir má nú fá í nýjum litum og/eða áferðum. Áberandi er hversu mikið úrvalið er að aukast í gylltri áferð. Undir vörur / skápahöldur má sjá lagerúrval Innvals, en fljótlega á þessu ári verður bætt við höldum eins og Roma, Floid og Bella o.fl.