Nú hefur bæst verulega við úrval okkar í rennihurðabrautum frá Terno Scorrevoli á Ítalíu. Ásamt vinsælu Magic – „ósýnilegu“ rennihurðabrautunum (sjá leiðbeiningar hér) fyrir innihurðir (1.100 og 1.800 mm brautir) eigum við nú Classic rennihurðabrautirnar fyrir hurðafleka 960 – 1.100 mm, 1.110 – 1.350 mm og 1.360 – 1.600. Classic er ódýr og einföld lausn. Rennihurðabrautir er hægt að fá í miklu úrvali frá Terno Scorrevoli og bjóðum við fjölda lausna í sérpöntun.

Þá eigum við Zig Zag fellihurðabúnaðinn á frábæru verði og nú líka Frontale rennihurðabúnaðinn fyrir fataskápa. Frontale brautirnar eru 3ja mtr og búnaðurinn fyrir ýmist 2 eða 3 hurðir. Fellihurðir eru falleg og einföld lausn.

Hægt er að nálgast pdf skjöl í tenglunum hér að framan en við sendum einnig með ánægju bæklinga á pdf og verðtilboð.