Fáðu auka geymslupláss og aðstoð við að ná upp í efstu skápana með Space Step. Nýtt frá Blum. Innval er komið með á lager allt sem til þarf til að útbúa skúffu/tröppu í sökkul innréttinga. Sökkullinn þarf að vera a.m.k. 15 cm. Til að nota skúffuna sem stöðuga tröppu þarf viðkomandi að vera a.m.k. 8 kg að þyngd til að virkja stoppara sem kemur í veg fyrir að skúffan renni til. Hægt að byggja upp með Legrabox eða Tandembox hliðum og brautum eða Movento og Tandem tréskúffubrautum. Hér má kynna sér þessa nýjung frá Blum og einnig fá leiðbeiningar um uppsetningu hér.