Loksins gefst okkur færi á að bjóða nýja vasahurðabúnaðinn frá Blum sem kallast Revego. Þessi lausn var fyrst sýnd árið 2017 sem hugmynd að betri lausn fyrir hurðabúnað sem fellur inn í innréttinguna. Búnaðurinn býður upp á betri virkni en áður hefur þekkts samhliða einfaldari og öruggari uppsetningu. Fyrstu afgreiðslur voru í ágúst sl., en nú þegar hefur fjöldi innréttingaverkstæða sett búnaðinn upp hér á landi, og líkað vel. Sölumenn Innvals geta komið með ráð á hönnunarstigi og gefið ráð við undirbúning og vinnslu.