Blum kynnir nú til sögunnar nýja línu í lömum og klössum í svörtum lit sem þeir kalla Onyx. Liturinn fellur vel að dökkum litum en má einnig nota til áherslu. Innval hefur strax tekið hluta línunnar inn á lager og býður 110 gráðu lamirnar af lager í beinum, hálfbognum og albognum með innbyggðri mjúklokun auk þess að eiga beinar getulausar 95 gráðu og 155 gráðu lamir. Á 155 gráðu lamirnar má fá mjúklokun. Þá eru fyrirliggjandi tvær gerðir af klossum – beinir og krossar. Á vefsíðu Blum á fræðast frekar um Onyx lamirnar.