Þann 13. febrúar sl. bauð Innval til kynningar á nýju vörulínunni frá Egger 2020-2022. Plastlagðar spónaplötur, harðplast, hurðabyrði, kantlímingar, lakkað og ólakkað MDF, bakefni – möguleikarnir í efni frá Egger eru næstum óendanlegir.
Og nú eru starfsmenn Innvals að dreifa nýrri sýnishornabók frá Egger fyrir 2020 – 22 vörulínuna. Framleiðendur og hönnuðir geta pantað eintak frá Innval með því að hringja (557 2700) eða senda línu í tölvupósti á innval@innval.is. Síðan mun verða hægt að fá sýnishorn í stærðinni A4 af allri vörulínunni ef á þarf að halda.