Þann 3. mars sl. var haldin kynning á nýrri vörulínu EGGER fyrir húsgagna- og innréttingasmíði. Meira en 300 litir og mynstur af efnum eins og melamine lögðum spónaplötum, harðplasti, Compact skilrúmaefni, kantlímingu o.fl., o.fl. Vörulína sem gildir fyrir tímabilið 2017 – 2019. Kynning var haldin í húsakynnum Innvals að Smiðjuvegi 5 starfsmenn innréttingaverkstæða á Íslandi, hönnuði og arkitekta.

Ásamt starfsmönnum Innvals voru fulltrúar frá EGGER á staðnum, Niels Jörgensen, sölustjóri, og Christian Messner, sem er yfir útflutningsdeild EGGER fyrir þessa vöruflokka.

Kynningin var vel sótt og í kjölfar hennar hafa starfsmenn Innval verið að dreifa sýnishornabókum með nýju vörulínunni.