Egger kynnti í fyrsta sinn á vörusýningunni BAU í Munchen 15. – 21. janúar nýja línu af melamine klæddum spónaplötum, harðplasti o.fl. Nýtt efni til húsgagna- og innréttingasmíði í stað Zoom línunnar. Starfsmenn Innvals munu á næstu vikum dreifa nýjum sýnishornabókum frá Egger, sem nú eru á leið til landsins.