Þýska fyrirtækið Kesseböhmer kynnti nýlega nýja línu í búnaði fyrir fataherbergi undir nafninu Conero. Kesseböhmer er þekkt fyrir vandaða framleiðslu á búrskápum, hornskápalausnum eins og LeMans og margs konar öðrum lausnum fyrir eldhúsinnréttingar. En nú er komið að fataskápunum og fataherbergjunum. Buxnahengi, skóhillur, hillur og bakkar og fatalyftur með einstökum lyftubúnaði; þjáll og hljóðlátur.