Legrabox línan frá Blum býður nú fleiri möguleika en áður í lit og skúffudýptum. Í fyrsta lagi hefur verið bætt við nýjum lit: Polar Silver, sem er grár litur ögn silfraður. Til að byrja með býður Innval þennan lit aðeins í sérpöntun (eins og svarta litinn og ryðfríu útgáfuna), en sýnishorn eru þegar fyrir hendi. Þá er búið að bæta við eftirfarandi valkostum í dýpt: Í N hæð (66,5 mm) er nú hægt að fá 40 og 55 cm, í K hæð (128,5 mm) kemur nú einnig í 30 og 60 cm og loks F hæðin (241 mm) í 40 cm. Allir þessir nýju valkostir eru nú á leið til okkar hjá Innval í lagerlitunum; hvítu og dökkgráu. Hér má sækja nýjan bækling frá Blum yfir Legrabox línuna.