Feelwood frá Egger er úrval af viðarmynstrum þar sem yfirborðið fylgir mynstrinu í efninu og gefur því meiri dýpt og karakter. Eigum orðið á lager nokkra valkosti í Feelwood og aðra valkosti má panta með aðeins 3 – 5 vikna afgreiðslutíma. Og ekkert lágmarksmagn. Efnið má einnig fá í harðplasti, húðuðum spónaplötum og harðplötum (Compact efni). Þá framleiðir Egger kantlímingar sem passa við alla þeirra plötuframleiðslu. Hægt er að skoða Feelwood og annað efni frá Egger í þrívídd hér.