Opnað að Smiðjuvegi 5

InnvalLagerNý verslun Innvals ehf. opnaði þann 3. maí sl. að Smiðjuvegi 5 (græn gata). Verslunin er milli Stáliðjunnar og Lita og föndurs. Húsnæðið er tekið á leigu til skamms tíma enda áætlað að flytja í stærra húsnæði um næstu áramót. Strax við opnun var komið inn á lager breitt vöruúrval frá Blum, en Innval er nýr sölu- og þjónustuaðili fyrir Blum á Íslandi. Þá er nú þegar fyrirliggjandi lager í vörum frá Kesseböhmer og fleirum þekktum vörumerkjum fyrir innréttingaiðnaðinn.