Feelwood frá Egger

Feelwood frá Egger

Feelwood frá Egger er úrval af viðarmynstrum þar sem yfirborðið fylgir mynstrinu í efninu og gefur því meiri dýpt og karakter. Eigum orðið á lager nokkra valkosti í Feelwood og aðra valkosti má panta með aðeins 3 – 5 vikna afgreiðslutíma. Og ekkert lágmarksmagn. Efnið má einnig fá í harðplasti, húðuðum spónaplötum og harðplötum (Compact efni). Þá framleiðir Egger kantlímingar sem passa við alla þeirra plötuframleiðslu. Hægt er að skoða Feelwood og annað efni frá Egger í þrívídd hér.

Legrabox Polar Silver

Aukið úrval í Legrabox

Legrabox línan frá Blum býður nú fleiri möguleika en áður í lit og skúffudýptum. Í fyrsta lagi hefur verið bætt við nýjum lit: Polar Silver, sem er grár litur ögn silfraður. Til að byrja með býður Innval þennan lit aðeins í sérpöntun (eins og svarta litinn og ryðfríu útgáfuna), en sýnishorn eru þegar fyrir hendi. Þá er búið að bæta við eftirfarandi valkostum í dýpt: Í N hæð (66,5 mm) er nú hægt að fá 40 og 55 cm, í K hæð (128,5 mm) kemur nú einnig í 30 og 60 cm og loks F hæðin (241 mm) í 40 cm. Allir þessir nýju valkostir eru nú á leið til okkar hjá Innval í lagerlitunum; hvítu og dökkgráu. Hér má sækja nýjan bækling frá Blum yfir Legrabox línuna.

Viefe skápahöldur

Viefe – nýir valkostir í skápahöldum

Innval hefur samið við nýjan birgja í höldum og gripum, Viefe frá Spáni. Viefe er ungt fyrirtæki sem setur góða hönnun og efnisgæði í öndvegi. Og ekki sakar að verðin eru mjög samkeppnishæf. Þegar hafa verið valdar 10 gerðir til að taka inn á lager. En gott væri einnig að heyra frá viðskiptavinum Innvals hvaða gerðir frá Viefe þeim líst best á. Vörulista Viefe má sjá hér.

Fyrir lítinn markað eins og Ísland getur verið erfitt að halda mikinn lager í úrvali og magni. En Viefe býður skjóta afgreiðslu af lager í öllum þeim stærðum, litum og áferðum sem gefur að líta í vörulista þeirra.

EGGER vörulínan

Kynning á nýrri vörulínu EGGER

Þann 3. mars sl. var haldin kynning á nýrri vörulínu EGGER fyrir húsgagna- og innréttingasmíði. Meira en 300 litir og mynstur af efnum eins og melamine lögðum spónaplötum, harðplasti, Compact skilrúmaefni, kantlímingu o.fl., o.fl. Vörulína sem gildir fyrir tímabilið 2017 – 2019. Kynning var haldin í húsakynnum Innvals að Smiðjuvegi 5 starfsmenn innréttingaverkstæða á Íslandi, hönnuði og arkitekta.

Ásamt starfsmönnum Innvals voru fulltrúar frá EGGER á staðnum, Niels Jörgensen, sölustjóri, og Christian Messner, sem er yfir útflutningsdeild EGGER fyrir þessa vöruflokka.

Kynningin var vel sótt og í kjölfar hennar hafa starfsmenn Innval verið að dreifa sýnishornabókum með nýju vörulínunni.

 

Blum Easy App

Ný útgáfa af smáforritinu Easy App

Komin er ný útgáfa af Blum Easy App, smáforriti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, sem gefur góðar leiðbeiningar um uppsetningar á margs konar búnaði frá Blum s.s. Aventos lyftunum. Innval lét útbúa íslenskan bækling um Easy App, sem nálgast má hér, og býður einnig einfalda uppsetningarmáta ókeypis. Mátann má nálgast hjá Innval en jafnframt sendum við hann hvert á land sem er.

Egger spónaplötur

Ný vörulína frá EGGER

Egger kynnti í fyrsta sinn á vörusýningunni BAU í Munchen 15. – 21. janúar nýja línu af melamine klæddum spónaplötum, harðplasti o.fl. Nýtt efni til húsgagna- og innréttingasmíði í stað Zoom línunnar. Starfsmenn Innvals munu á næstu vikum dreifa nýjum sýnishornabókum frá Egger, sem nú eru á leið til landsins.

Magic rennihurðabraut

Valkostir í rennihurðabrautum

Nú hefur bæst verulega við úrval okkar í rennihurðabrautum frá Terno Scorrevoli á Ítalíu. Ásamt vinsælu Magic – „ósýnilegu“ rennihurðabrautunum (sjá leiðbeiningar hér) fyrir innihurðir (1.100 og 1.800 mm brautir) eigum við nú Classic rennihurðabrautirnar fyrir hurðafleka 960 – 1.100 mm, 1.110 – 1.350 mm og 1.360 – 1.600. Classic er ódýr og einföld lausn. Rennihurðabrautir er hægt að fá í miklu úrvali frá Terno Scorrevoli og bjóðum við fjölda lausna í sérpöntun.

Þá eigum við Zig Zag fellihurðabúnaðinn á frábæru verði og nú líka Frontale rennihurðabúnaðinn fyrir fataskápa. Frontale brautirnar eru 3ja mtr og búnaðurinn fyrir ýmist 2 eða 3 hurðir. Fellihurðir eru falleg og einföld lausn.

Hægt er að nálgast pdf skjöl í tenglunum hér að framan en við sendum einnig með ánægju bæklinga á pdf og verðtilboð.

Onyx lamir frá Blum

Onyx – svartar lamir frá Blum

Blum kynnir nú til sögunnar nýja línu í lömum og klössum í svörtum lit sem þeir kalla Onyx. Liturinn fellur vel að dökkum litum en má einnig nota til áherslu. Innval hefur strax tekið hluta línunnar inn á lager og býður 110 gráðu lamirnar af lager í beinum, hálfbognum og albognum með innbyggðri mjúklokun auk þess að eiga beinar getulausar 95 gráðu og 155 gráðu lamir. Á 155 gráðu lamirnar má fá mjúklokun. Þá eru fyrirliggjandi tvær gerðir af klossum – beinir og krossar. Á vefsíðu Blum á fræðast frekar um Onyx lamirnar.

H3309

Spónaplötur og MDF á lager

Innval getur nú boðið úrval af plötum af lager: plastlögðum spónaplötum (melamine) í hvitu, gráu og dökkgráu í 16 mm þykkt, tvö eikarmynstur, annað í bæði 16 og 19 mm þykkt, 3 mmMDF bakefni í hvítu og gráu og þétt MDF (800 kg/m3) í 16 og 19 mm þykkt, standard MDF í 12 mm, 16mm og 19 mm. Við sendum viðskiptavinum sýnishorn og verðtilboð um leið og óskað er. Sjá lista hér.

Gerum viðskiptavinum tilboð í spónaplötur, MDF, plastlagðar spónaplötur, harðplast, Compact efni o.fl. Sendingar í hverjum mánuði.

Ruslafötur Premiére

Nýjar vörur frá Gollinucci

Innval hefur tekið inn nýjar vörulínur frá ítalska fyrirtækinu Gollinucci. Flottar lausnir fyrir ruslaflokkun, skilrúm í skúffur, þvottakörfur og sitthvað fleira. Vörur sem vekja athygli fyrir góða hönnun og ekki skemmir verðið fyrir – allt vörur á mjög samkeppnishæfum verðum eins og sjá má á verðlistum okkar: bæði fyrir ruslaflokkunarkerfin (hér) og skúffuskilrúmin (hér).