Smávara frá HT Bendix

Innval hefur samið við danska fyrirtækið HT Bendix um dreifingu á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt úrval af smávöru s.s. höldur, grip, læsingum, vinklar, festingavara og margs konar önnur smávara fyrir húsgagna- og innréttingaiðnaðinn. Meðal þess sem Innval tekur strax inn er úrval af Verðlisti skápahöldur, skrúfum og festingum og vinklum, en allar ábendingar um sniðugar vörur frá þeim eru vel þegnar.

Opnað að Smiðjuvegi 5

InnvalLagerNý verslun Innvals ehf. opnaði þann 3. maí sl. að Smiðjuvegi 5 (græn gata). Verslunin er milli Stáliðjunnar og Lita og föndurs. Húsnæðið er tekið á leigu til skamms tíma enda áætlað að flytja í stærra húsnæði um næstu áramót. Strax við opnun var komið inn á lager breitt vöruúrval frá Blum, en Innval er nýr sölu- og þjónustuaðili fyrir Blum á Íslandi. Þá er nú þegar fyrirliggjandi lager í vörum frá Kesseböhmer og fleirum þekktum vörumerkjum fyrir innréttingaiðnaðinn.

Sendibíll afhentur

Þann 25. apríl sl fékk Innval afhentar nýjan Ford Connect sendibíl frá Brimborg. Bíllinn verður nýttur til vöruafgreiðslu sem og söluferða, en hann var strax nýttur til að heimsækja nokkur verkstæði á norðurlandi. Búið er að panta merkingar á bílinn og er þess vænst að endanleg mynd verði kominn á hann fljótlega.