Tandembox skúffubraut

Uppfærsla á Tandembox brautunum

Fyrsta sendingin af nýjum Tandembox brautum er nú komin á lager hjá okkur. Blum hefur gert áþreifanlegar breytingar á brautunum og gert góða vöru betri. Útdragið er léttara, viðnámið minna og stöðuleikinn meiri. Lesa má um það hér. Tandembox brautirnar eru fullútdraganlegar og hægt að fá í 27, 30, 35, 40, 45, 50, 55, 60 og 65 cm dýpt og burðargetu upp á 30, 50 og 70 kg. Það er ekki að ástæðulausu að Blum skúffubrrautirnar eru þær mest seldu í Evrópu.

Fatalyfta frá Ambos

Fataslár og fatalyftur

Á lager frá Innval úrval af fataslám; 25 og 30 mm krómrör og festingar og einnig slár 15 x 30 mm og festingar með og án tappa. Þá var verið að taka upp sendingu af ítölskum fatalyftum. Eigum lyftur fyrir 10, 15 og 20 kg. í skápabreidd 75 – 115 cm (innanmál) og einnig lyftur sem bera 12 kg fyrir minni skápa. Hér má skoða smásöluverðlistann sem sýnir vel úrvalið.

Smávara frá HT Bendix

Innval hefur samið við danska fyrirtækið HT Bendix um dreifingu á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt úrval af smávöru s.s. höldur, grip, læsingum, vinklar, festingavara og margs konar önnur smávara fyrir húsgagna- og innréttingaiðnaðinn. Meðal þess sem Innval tekur strax inn er úrval af Verðlisti skápahöldur, skrúfum og festingum og vinklum, en allar ábendingar um sniðugar vörur frá þeim eru vel þegnar.

Opnað að Smiðjuvegi 5

InnvalLagerNý verslun Innvals ehf. opnaði þann 3. maí sl. að Smiðjuvegi 5 (græn gata). Verslunin er milli Stáliðjunnar og Lita og föndurs. Húsnæðið er tekið á leigu til skamms tíma enda áætlað að flytja í stærra húsnæði um næstu áramót. Strax við opnun var komið inn á lager breitt vöruúrval frá Blum, en Innval er nýr sölu- og þjónustuaðili fyrir Blum á Íslandi. Þá er nú þegar fyrirliggjandi lager í vörum frá Kesseböhmer og fleirum þekktum vörumerkjum fyrir innréttingaiðnaðinn.