Magic rennihurðabraut

Valkostir í rennihurðabrautum

Nú hefur bæst verulega við úrval okkar í rennihurðabrautum frá Terno Scorrevoli á Ítalíu. Ásamt vinsælu Magic – „ósýnilegu“ rennihurðabrautunum (sjá leiðbeiningar hér) fyrir innihurðir (1.100 og 1.800 mm brautir) eigum við nú Classic rennihurðabrautirnar fyrir hurðafleka 960 – 1.100 mm, 1.110 – 1.350 mm og 1.360 – 1.600. Classic er ódýr og einföld lausn. Rennihurðabrautir er hægt að fá í miklu úrvali frá Terno Scorrevoli og bjóðum við fjölda lausna í sérpöntun.

Þá eigum við Zig Zag fellihurðabúnaðinn á frábæru verði og nú líka Frontale rennihurðabúnaðinn fyrir fataskápa. Frontale brautirnar eru 3ja mtr og búnaðurinn fyrir ýmist 2 eða 3 hurðir. Fellihurðir eru falleg og einföld lausn.

Hægt er að nálgast pdf skjöl í tenglunum hér að framan en við sendum einnig með ánægju bæklinga á pdf og verðtilboð.

Onyx lamir frá Blum

Onyx – svartar lamir frá Blum

Blum kynnir nú til sögunnar nýja línu í lömum og klössum í svörtum lit sem þeir kalla Onyx. Liturinn fellur vel að dökkum litum en má einnig nota til áherslu. Innval hefur strax tekið hluta línunnar inn á lager og býður 110 gráðu lamirnar af lager í beinum, hálfbognum og albognum með innbyggðri mjúklokun auk þess að eiga beinar getulausar 95 gráðu og 155 gráðu lamir. Á 155 gráðu lamirnar má fá mjúklokun. Þá eru fyrirliggjandi tvær gerðir af klossum – beinir og krossar. Á vefsíðu Blum á fræðast frekar um Onyx lamirnar.

H3309

Spónaplötur og MDF á lager

Innval getur nú boðið úrval af plötum af lager: plastlögðum spónaplötum (melamine) í hvitu, gráu og dökkgráu í 16 mm þykkt, tvö eikarmynstur, annað í bæði 16 og 19 mm þykkt, 3 mmMDF bakefni í hvítu og gráu og þétt MDF (800 kg/m3) í 16 og 19 mm þykkt, standard MDF í 12 mm, 16mm og 19 mm. Við sendum viðskiptavinum sýnishorn og verðtilboð um leið og óskað er. Sjá lista hér.

Gerum viðskiptavinum tilboð í spónaplötur, MDF, plastlagðar spónaplötur, harðplast, Compact efni o.fl. Sendingar í hverjum mánuði.

Ruslafötur Premiére

Nýjar vörur frá Gollinucci

Innval hefur tekið inn nýjar vörulínur frá ítalska fyrirtækinu Gollinucci. Flottar lausnir fyrir ruslaflokkun, skilrúm í skúffur, þvottakörfur og sitthvað fleira. Vörur sem vekja athygli fyrir góða hönnun og ekki skemmir verðið fyrir – allt vörur á mjög samkeppnishæfum verðum eins og sjá má á verðlistum okkar: bæði fyrir ruslaflokkunarkerfin (hér) og skúffuskilrúmin (hér).

Tandembox skúffubraut

Uppfærsla á Tandembox brautunum

Fyrsta sendingin af nýjum Tandembox brautum er nú komin á lager hjá okkur. Blum hefur gert áþreifanlegar breytingar á brautunum og gert góða vöru betri. Útdragið er léttara, viðnámið minna og stöðuleikinn meiri. Lesa má um það hér. Tandembox brautirnar eru fullútdraganlegar og hægt að fá í 27, 30, 35, 40, 45, 50, 55, 60 og 65 cm dýpt og burðargetu upp á 30, 50 og 70 kg. Það er ekki að ástæðulausu að Blum skúffubrrautirnar eru þær mest seldu í Evrópu.

Fatalyfta frá Ambos

Fataslár og fatalyftur

Á lager frá Innval úrval af fataslám; 25 og 30 mm krómrör og festingar og einnig slár 15 x 30 mm og festingar með og án tappa. Þá var verið að taka upp sendingu af ítölskum fatalyftum. Eigum lyftur fyrir 10, 15 og 20 kg. í skápabreidd 75 – 115 cm (innanmál) og einnig lyftur sem bera 12 kg fyrir minni skápa. Hér má skoða smásöluverðlistann sem sýnir vel úrvalið.